laugardagur, 26. janúar 2013

sólbaðsveður...

já það var bara vel heitt í dag. lágum upp á þaki í sólbaði, æðislegt :)
og það var greinilega fleirum en okkur nógu heitt í dag. í allan vetur sáum við á hverju kvöldi bara eina svefnvana leðurblaka að flögra um og veiða sér í matinn. í kvöld voru það margar sem flögruðu um. þetta er svona sama tákn eins og lóan á íslandi. það er að koma vor...

mánudagur, 3. desember 2012

endurvinnsla á spænsku?

enda janúar 2007 tók ég myndir af blokkum sem voru í byggingu, íbúðirnar tilbúin að innan, flísalögð í hólf og gólf, vantaði bara gluggar og hurðir og svo að pússa að utan
en svo gerðist ekkert í rúmlega 5 ár, eða þangað til núna í haust... nei, það datt engum í hug að klára íbúðirnar.
það kom fullt af vinnumönnum með lofthamra og brutu niður alla veggi og eftir stendur steypugrindin ein.


mánudagur, 26. nóvember 2012

snúður og snælda...

eða betra sagt
sítrónukökur og snælda...
undanfarið hef ég verið að spá í að fá rokk og læra að spinna, hef ekkert fundið ennþá sem ég hef efni á en er að leita áfram. en á meðan er kannski bara gott að æfa sig á snældu. og hún var fundin í dag...
frekar grottaleg, en mjög ódýrt. fórum í kínabúð og keyptum eldhúsrúllustandara, settum krók í endann, búið... kostar € 1
svo var bakað, sítrónurnar eru að þroskast og ekkert er betra en ný tíndar sítrónur í köku.

annars gengur lifið hér sín vanagang, að vísu ætlar gönguþolið bara alls ekki að koma, erum alltaf jafn þreytt og aum eftir hverja göngu...

föstudagur, 16. nóvember 2012

rölt og brölt...

ákváðum í gær að nú skildi skoða aðeins meira af nýja mollinu. úr því varð 3ja tíma göngutúr og ekki erum víð búin að skoða allt! en fórum í jack&jones svona til að skoða verðið. ég reiknaði með því að gallabuxurnar myndu vera eitthvað ódýrari en á íslandi þar sem fyrirtækið er spænskt. en svo var ekki... meðalverð á gallabuxum var um 75 € sem er svipað og á íslandi. skoðuðum okkur líka um í primark og fleira fatabúðum og alcampo sem er rísa-stórmarkaður.
í morgun tók ég svo saman í eina vél og þegar ég setti í gang heyrðist svaka hvellur og rafmagnið fór af. ja hérna, þvottavélin bara ónýt :( þannig að farið var í verðkönnun fyrir hádegi og líka eftir hádegi. röltum aftur í mollið og þar í alcampo til að skoða úrvalið. fundum eina mjög einfalda og ódýra (199 €) og fáum hana senda heim á morgun.

þriðjudagur, 13. nóvember 2012

jæja, nú finnst mér...

það væri kominn tími á betra veður. heil rigningarvika er eiginlega nóg. í dag rétt stytti upp í nógu langan tíma til að fara í smá göngutúr, svona rétt út í búð og heim aftur. í gær komumst við í fyrsta tilraun rétt út úr húsinu, snérum við og skiptum sandölum út fyrir gönguskóna, fórum í úlpu og tókum regnhlífina með. þetta slapp út í búð en á meðan við keyptum inn rigndi eins og hellt væri úr baðkerjum. svo á leiðinni heim voru göturnar orðin að beljandi fljótum sem maður óð upp á kálfa...

laugardagur, 10. nóvember 2012

sól, sól skín á mig...

eftir 3 skýjaða daga kom sólin fram í dag. þá var að drifa sig og rifa af rúminu og henda eins og í eina vél. svo var farið á markaðinn en ekki keypt neitt í þetta skipti.
ég ætlaði að kaupa kúmen hjá kryddmanninum en hann var ekki með bás í dag. ég var nýbúin að kaupa eitthvað sem var merkt kúmen en er eitthvað allt annað...
svo biður garðvinnann...
vinstra megin er nispero-tré, sem á einhvertíma að gefa fallega appelsínugula ávexti. en ekkert bólar enn á því, tréið greinilega enn of ungt.
hægra megin er mandarínu-tré sem bar 1 mandarínu þegar við komum núna. sú fyrsta :)
og bakvið er limgerði sem fær að fjúka núna, enda nágranninn búinn að hækka vegginn um helminginn og þetta safnar bara rusl og pöddur í sig.

miðvikudagur, 7. nóvember 2012

annar rigningardagur...

það rétt stytti upp í fimm mínútur svo hægt væri að fara út með ruslið og skreppa í búð til að kaupa svínafeiti... það var kleinubakstursdagur í dag :)

þriðjudagur, 6. nóvember 2012

mér finnst rigningin góð, tralalalala o-o...

það var s.s. rigningardagur í dag. sem er bara í fínu lagi, maður þarf þá ekki að vökva garðinn þessa viku ;)
og þá er dagur fyrir svona "comfi"-mat, eins og linsubaunasúpa með fullt af grænmeti...
og svo heimabakað brauð með. bara gott :)

mánudagur, 5. nóvember 2012

kreppa á spáni?

við fórum í dag að skoða nýja mollið sem opnaði í september.
http://zeniaboulevard.es/inicio
þar var fullt af fólki að kaupa inn... við létum okkur tebolla og kleinuhring duga ;)
en  þar er hægt að finna allskonar merkjabúðir eins og sést hér:
http://zeniaboulevard.es/tiendas/oferta-comercial/categoria-0-listadoCompleto
það mun taka okkur allan vetur að skoða allt

en það sem er öðruvísi við þetta moll er að það eru öll verslunarrými upptekið, venjulega er meira en helminginn tóm og múrað fyrir. 

laugardagur, 3. nóvember 2012

kanntu brauð að baka....

já það kann ég ;) meira að segja á spáni...
þetta eru s.s. fyrstu brauðin sem ég bakaði á spáni og komu bara ágætlega út.

en svona horfum við á íslenska sjónvarpið eftir að rúv ákvað að hætta að senda út í gegnum gerfihnattadisk :(

frekar fúlt, við borgum líka rúv-skattinn en getum ekki horft á nema brot af útsendingum og í frekar lélegum gæðum.

annars er maður kominn í daglega rútína, göngutúra bæði fyrir og eftir hádegi, lagning upp á þaki í sólbaði eftir mat, hlusta á hádegisfréttir, laugardagsmarkaður í dag og svo sunnudagsþrifin á morgun.

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

1. nóvember 2012

kannski maður byrji aftur að skrifa blogg, hver veit...
það var frídagur hér, enda kaþólsk land. rólegur dagur, fallegt veður, hægt að liggja upp á þaki í sólbaði, hvað vill maður meir? garðurinn er enn frumskógur en breytist óðum aftur í velklipptan garð.
sólin fer niður um kvöldmatarleiti og leðurblökurnar sýna flugkúnstir sinar.

þriðjudagur, 5. október 2010

kvöldmaturinn í kvöld...

verður fyllt lambahjörtu í rauðvínssósu, ódýrt og æðislega gott...

ok, viðurkenni alveg að þetta er frekar einfald, ætla að nota rauðvínssósu úr pakka, er ekki með neitt rauðvín heima eins og er og kartöflumúsin er einnig úr pakka...

fyrst klippi ég með skæri efsta partinn og æðin í burtu, en læt fituröndin eiga sig. við það opnast hólfin sem ég fylli svo vel með steinlausum sveskjum. fyrir þá sem eiga hund eða kött er fínt að steikja eða sjóða afklippurnar eða nota þá sem sósugrunn. svo loka ég götin með tannstönglum...

næst steiki ég hjörtu í smá ólífuolíu og bæti svo uppleysta sósuna í...

svo er bara að láta malla í endalaus langan tíma, tekur örugglega um 2 tíma þangað til hjörtu eru meyr, smakka og kryddi eftir þörf, laga svo kartöflustöppuna og eitthvað grænfóður með.
Posted by Picasa

föstudagur, 1. október 2010

sokkaprjón...


fyrsta parið í vinnslu

fyrsta parið búið, stroff, hæll og tá er handprjónað

annað parið beint úr vélina, rétt byrjuð að handprjóna annað stroff.

takið eftir hve mikið mismunur er á munstur og lit, þrátt fyrir sama lita- og framleiðslunr. á dokkunum. þetta er ida trysil garn frá europris.

ég á eftir að læra hvernig maður gerir stroff, hæll og tá í vélina, þá mun ekki taka meira en klukkutíma að búa til eitt par af sokkum...
Posted by Picasa

þriðjudagur, 28. september 2010

þá er...

fyrsti þáttur á þessu pólitísku leikriti búið. annar þáttur verður landsdómur, sem verður sami leikaraskapur. það sem mér finnst sorglegast af þessu öllu er að þetta er eingöngu gert til að sefa almenning og stór hlutur almennings er nógu heimskur til að falla fyrir þessum leikaraskap...

mánudagur, 27. september 2010

þá er...

 
maður farinn að nota þessa forláta sokkaprjónavél. þetta er byrjunin á öðru pari.
Posted by Picasa

miðvikudagur, 1. september 2010

nýjasta leikfangið mitt...

ég fann þetta forláta tæki fyrir stuttu...


það fyrsta sem ég gerði var að ná í vatnsslöngu og skola það vel...


setti það svo með öllum aukahlutum út í sól til að þurrka...
tók það svo í sundur, hreinsaði og smurði...


pantaði nýjar nálar frá bandaríkjunum og setti allt saman aftur...

nú virkar þetta eins og nýsmurð ;)
og hvað er þetta þá? og veit einhver um fleiri svona vélar á íslandi?

Posted by Picasa

fimmtudagur, 12. ágúst 2010

hve léleg er þetta eiginlega?

í dag, þegar fullt var að gera tók einn ferðamaður sig til og stal ein af handprjónuðu ullarhúfunum mínum... svo ef þíð sjáið einhver á rölti með þessa húfu á hausnum, bendið honum kurteislega á að hann hafi gleymt að borga hana.

miðvikudagur, 28. júlí 2010

má ég kynna fyrir ykkur...


...perla er litla gula hænan

...bryngerður er ráðríkust

...úa / úi verður kannski haninn í hópnum, eða ekki...

... þessi fékk nafnið gugga

...blaðurskjóðan í hópnum heitir gróa

... þá er bara ein nafnlaus eftir...


endilega komið með hugmyndir af nafni.
Posted by Picasa

föstudagur, 16. júlí 2010

ef ég...

væri 15 ára stelpa hefði ekki gert neitt annað í vinnunni þessa viku en að horfa á léttklædda stráka... en þótt ég sé orðin aðeins eldri var samt skemmtilegt að horfa á vinnusemi í unglingahópnum sem er búinn að vera á fullu inn á hverasvæðinu þessa viku. þessir strákar eru búnir að moka leir upp úr læknum og tjörninni alla vikuna, fylla hjólbörur  eftir hjólbörur og keyra í burtu, rennblautir og útataðir í leir. engin í fýlu eða letikasti alla víkuna, allir að hjálpast að og greinilega mikið fjör... og ég gleymdi myndavélina alla víkuna.

sunnudagur, 11. júlí 2010

úff...

þetta verður dýrt spaug. datt ekki tönn með skrúfu og öllu tilheyrandi úr mér um helgina... nú verð ég að vera alvarleg á svipinn á næstunni, annars sést stórt gat. vona bara að tannsinn hefur fljótlega lausan tíma handa mér...

annars var helgin mjög fínt, fórum strax á föstudaginn austur í bústaðinn. þar var gott veður, fuglasöng og allt í blóma, bæði er kartöflu- og rabarbarasprettan góð.

að gefnu tilefni...

mér leiðast nafnlausar athugasemdir og verður það ekki í boði lengur...

föstudagur, 4. júní 2010

í dag...

settum við niður "bakstursofninn" við hverasvæðið. nú verður hægt að baka hverabrauð á einfaldan máta, ekkert að moka lengur, bara opna lokið og setja dunkinn í.
Posted by Picasa

miðvikudagur, 26. maí 2010

þetta fær maður...


ef maður skilur prjónadótið sitt eftir úti á bekk á meðan maður er að afgreiða kúnna...
þetta var næstum heil plata af plötulopa áður en kötturinn komst í hana... rétt náði að bjarga hálfprjónuðu húfuna úr kjafti hennar með því að öskra á hana.
þetta kenndi mér að ganga alltaf frá og skila ekki prjónadót eftir á glámbekk.
Posted by Picasa

mánudagur, 18. janúar 2010

hvað er hvað?


við forum á markaðinn á laugardaginn eins og vanalega og keyptum grænmeti og ávextir, meðal annars þessar á myndinni. til vinstri appelsína, til hægri mandarína, en hvað er þetta í miðjunni?
Posted by Picasa

fimmtudagur, 24. desember 2009

jólajól...

þá er aðfangadagurinn að kveldi kominn. hann var bara góður, ekkert stress, fullt af góðu fólki og enn meira af góðum mat. við sauðum hangilærið í gær og steiktum kalkúnið í morgun. frómasið var þeytt og blandað í gær og sett í ísskáp, rjómatertan var sett saman í morgun og fór líka í ísskáp.
núna er búin að ganga frá öllum afgöngum, uppþvottavélin vann sína vinnu og allt leirtauið komið upp í skáp og við sitjum hér pakksödd fyrir framan sjónvarp og horfum á jólatónar, jólaþátt ríkissjónvarps.

miðvikudagur, 23. desember 2009


ég óska öllum lesendum mínum gleðilega og hamingjusama hátíðardaga og vona að þíð hafið rólega og friðsæla tíð.
Posted by Picasa

fimmtudagur, 26. nóvember 2009

linsubaunasúpa

það er að kólna hér á spáni. dæmigert veður fyrir heitar súpur. þessi var í kvöldmat:
1 laukur, 2 gulrætur, 1 stór kartafla, 1/2 rófa, allt skorið í teningar, 1/2 pk. beikonkurl, 1 dós gular linsubaunir, 2 súputeningar og vatn.
þetta er allt sett í pott og látið malla þangað allt er meyrt, þá eru settar pylsur eða medister í teningum með og látið hita aftur. best með nýbakaða brauðstöng.

mánudagur, 23. nóvember 2009

hjálp...

á einhver rauða skólamatreiðslubókina "við matreiðum" eftir helgu sigurðardóttur? mig vantar svo uppskriftina af eplakökuna, sú bakaða með eplabátum ofan á. getur einhver sent mér hana? bókin mín er nefnilega heima í eldhúsinu ;)

föstudagur, 20. nóvember 2009

og enn...

voru steiktar kleinur, í þetta skipti tvöfaldur skammtur... þeir bara hverfa svo fljót.
svo var farið í góðan göngutúr í dag, enda bæði sól og hlýja í dag. á morgun er markaðsdagur, sjá til hvaða grænmeti mér dettur í hug að kaupa í þetta sinn ;) var með belgbaunir í dag, sem reyndist bara falla vel í geði hjá systkinunum. hafði þykkar beikonsneiðar og lauk með og soðnar kartöflur.

þriðjudagur, 10. nóvember 2009

hm...

kannski maður skrifar svona einu sinni blogg aftur. eitthvað annað en bara nöldur...
maður er aftur kominn á suðrænar slóðir og hefur það bara gott. daglegar göngutúrar í sól og blíða, beinverkirnir horfnar, hvað vill maður meir...

föstudagur, 16. október 2009

ég hef...

nú talað um heilsugæslukerfi hér í hveró áður, en snöggreiddist einu sinni enn í dag. fór nefnilega í gær og spyrði hvernig ég færi að til að fá lyfseðill fyrir tamiflú veirulyf. ég átti s.s. að hringja í morgun í símatíma og panta það hjá lækninum. ok, hringdi í morgun til að láta segja mér að þetta fengist ekki lengur nema maður sé orðinn mikið veikur, helst kominn á sjúkrahús... skal taka það fram að þetta er lyf sem á helst að taka um leið og fyrstu einkenni koma fram svo það virki sem best.
ég er búin að velta fyrir mér síðustu tvær vikurnar hvort ég ætti að panta tíma hjá lækni en hef ekki gert það. og af hverju ekki? jú, fyrir það fyrsta þá þýðir nefnilega ekki að fara nema maður viti nákvæmlega hvað er að manni og svo fær maður ekki tíma fyrr en eftir svona 10 - 15 daga, þá er meinið annaðhvort orðið gott aftur eða maður farinn á vakt eða dauður... svo er það eins og núna að ég er búin að vera með þreyttu og svaka verkir í liðamótum, beinum og vöðvum í rúma 3 víkur og þá verður greininginn bara að það sé líklega flensa... og ég nenni ekki að biða í 2 víkur í viðbót og borga 1.000.- fyrir það. sérstaklega þar sem ég er hvorki með kvef eða hita.